Fréttasafn

Image
Fréttabréf mars 2025
Fréttir úr starfi í mars 2025.

Öskudagur

Það var mikið stuð hjá okkur á öskudaginn. Við vorum með stöðvar í boði þar sem krakkarnir gátu sungið fyrir nammi, búið til grímur, fengið andlitsmálningu og farið í stoppdans. Krakkarnir voru í glæsilegum búningum og skemmtu sér vel :)

Bókagerð

Í mars var komið að 1. bekk að búa til bók. Þau sömdu ýmsar skemmtilegar smásögur og úr því varð smásagnasafn sem þau síðan myndskreyttu. Útkoman er vægast sagt glæsileg. Nú fer hún Mona, sjálfboðaliðinn sem hefur verið hjá okkur síðastliðnar 6 vikur, á annað frístundaheimili og heldur áfram með sín flottu verkefni. Við erum svo heppin að fá til okkar annan sjálfboðaliða, hana Wiebke sem ætlar líka að vera með smiðjur í boði fyrir börnin. Það verður spennandi að sjá hvað verður brallað.

Reglur í frístundabíl

Við leggjum mikla áherslu á öryggi barnanna í umferðinni og biðjum við ykkur því að fara yfir þessar reglur með börnunum ykkar. Þá sérstaklega mikilvægi þess að sitja með beltið spennt alla ferðina þar sem það er ekkert starfsfólk í rútunni nema bílstjórinn.

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls