Fréttasafn

Image
Fréttabréf desember 2024
Fréttir úr starfi í desember 2024.

Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna.

Brjóstsykursgerð

Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur.

Jólagluggi

Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum.

Opið hús

Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt í starfinu. Við buðum upp á bingó, piparkökuskreytingar og armbandagerð. Það var frábær mæting og við starfsfólkið erum mjög ánægð með þennan vel heppnaða dag.

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls