Fréttasafn

Image
Fréttabréf september 2024
Fréttir úr starfi í september 2024.

September mánuður var afar skemmtilegur og lærdómsríkur hér í Bjarkarbóli. Nú er starfið okkar komið á gott ról og munum við fara að setja meiri kraft í smiðjur og annað hópastarf.  

Starfið okkar 

Hefðbundið starf hjá okkur hefst kl 13:10 þegar skóla lýkur. Dagarnir geta verið mjög fjölbreyttir en við förum út 1-2x á dag á meðan veður leyfir og minnum við því á mikilvægi þess að börnin séu klædd eftir veðri og með aukaföt í töskunni.  

Í kaffitímanum erum við með hlaðborð og reynum við að hafa fjölbreytileika yfir vikuna. Við bjóðum til dæmis upp á brauð, skonsur, flatkökur, hrökkbrauð og tekex, ásamt ýmis konar áleggi. Það er grænmeti í boði með kaffitímanum og svo eru ávextir í boði um 15 leytið.  

Við erum með val á hverjum degi þar sem börnin fá að velja sér hvað þau vilja leika með. Þar leggjum við einnig áherslu á fjölbreytileika og að allir geti fundið sér eitthvað sekmmtilegt að gera. Á föstudögum er opið flæði þar sem börnin í 1. og 2. bekk mega flakka um stofurnar okkar. Á föstudögum er einnig Just Dance sem er alltaf vinsælt hjá okkur :) 

Í lok dags er annað hvort útivera eða rólegur leikur og við lokum kl 16:15.  

Símanúmer og tölvupóstur 

Tölvupósturinn okkar er bjarkarbol@arborg.is og við ítrekum mikilvægi þess að senda póst fyrir kl 12 á daginn svo hann skili sér til okkar áður en starfið hefst. Við temjum okkur að svara öllum tölvupóstum.  

Eftir að starfið okkar hefst kl 13:10 er best að hringja í okkur til að koma skilaboðum til okkar.  

  1. Bekkur – 833-4565 
  1. Bekkur – 848-8620 

Sjálfboðaliðar 

Við erum svo ótrúlega heppin að hafa seinustu vikur fengið til okkar 2 sjálfboðaliða frá Þýskalandi á vegum ESC (European Solidarity Corps) sem tóku þátt í starfinu okkar. Þær voru með alls konar föndur í boði fyrir börnin en hér fyrir neðan má sjá myndir frá því. Þær munu svo næstu 9 mánuði taka þátt í frístunda- og félagsstarfi hér í Árborg.  

Skartgripagerð
Halloween föndrið byrjar snemma ;)
Trölladeig

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls