Fréttasafn

Apríl fréttabréf
Allar helstu fréttir með hvað Eldheimabúar hafa brallað í apríl

Góðan dag og gleðilegt sumar!

Nú er aldeilis farið að birta til og hlýna og við Eldheimabúar erum svo sannarlega að nýta okkur góða veðrið!

Hún Martha sjálfboðaliði sem er hjá okkur er búin að vera að gera magnaða hluti með krökkunum og mun halda því áfram.

Við skelltum okkur í ferð á bókasafn Árborgar þar sem við hittum starfsmenn bókasafnsins og fengum að vita hvernig gengi með verkefnið Barnabókahetjur heimsins.

Þið hafið eflaust mörg hver rekist á ýmsar furðuverur á Vor í Árborg skrúðgöngunni. Þar voru alls kyns furðuverur á ferðinni í tengslum við þetta verkefni ásamt því að það var í boði að fara á bókasafnið og skoða bækur á öllum 34 tungumálunum og sjá myndir af sögupersónum og kynningarefni til sýnis.

Bókasafnsferðin gekk svona líka glimrandi vel og allir krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel.

Meðal þess sem við erum búin að bralla er skartgripagerð, leirgerð, sokkabrúðugerð, slímgerð, tískusýning og alls konar skemmtilegheit í gangi og svo auðvitað klúbbar og skemmtilegheit :)

Mig langar að minna á að skráning er í fullum gangi í sumarfrístund og einnig skráning fyrir skólaárið 2024-2025.

Lokanir framundan í maí:

9.maí- Uppstigningadagur

20.maí:Annar í hvítasunnu

Endilega njótið þess að skoða myndir með krökkunum ykkar :)

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur þá endilega hafið samband í síma 480-5865/480-5847 eða sendið póst á eldheimar@arborg.is