Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna :)
Nú er starfsemi rólega að fara af stað aftur og það gleður mig að segja að Pokémon klúbbburinn sem margir krakkar báðu um er aldeilis að slá í gegn!
Við höldum síðan áfram með júdósalinn tvisvar í viku og heimilisfræðistofuna á föstudögum þegar við getum.
Börnin hafa alltaf möguleika á að koma með hugmyndir að klúbbum og öðru sem þeim langar að gera þannig það er margt framundan.
Þar á meðal má nefna íþróttaklúbb, textílklúbb og líklegast Origami smiðju.
Í janúarmánuði fór fram ein kosning þar sem krakkar fengu að kjósa um síðdegishressingu á föstudegi og eftir harða baráttu rúlluðu kanilsnúðar upp kosningunni.
Við munum reyna að hafa kosningu varðandi góðgæti í föstudagskaffi á þriggja vikna fresti ef allt gengur upp.
Annars finnst okkur gaman að segja frá því að nokkur börn í 4.bekk skelltu sér í fyrstu heimsóknina sína í félagsmiðstöðina Zelzíus! Ef allt gengur upp munum við kíkja mánaðarlega í heimsókn þangað með börnin svo þau þekki svæðið og starfsfólkið þegar kemur að því að þau byrji að mæta þangað í 5.bekk.
Framundan fyrir Eldheimabúa er síðan áframhaldandi uppbygging á starfsemi og full keyrsla með Barnabókahetjuverkefnið okkar.
Í febrúar eru margir uppbrotsdagar og má þar nefna
-Bolludag (12.febrúar)
-Sprengidag (13.febrúar)
-Öskudag (14.febrúar)
-Valentínusardag (14.febrúar)
-Konudag (25.febrúar)
Einnig er Vetrarfrí dagana 19.-20.febrúar og þá er lokað í frístund.
Kær kveðja
Starfsfólk Eldheima