Frístundalæsi - Samfélagslæsi

Image
Fjölmenning
Í janúar ætlum við í frístundaheimilinu Bjarkarbóli að hefja verkefni tengd samfélagslæsi. Við ætlum að fara af stað með ýmis klúbba og verkefni með það að markmiði að auka samfélagslæsi barnanna.

Í janúar ætlum við í frístundaheimilinu Bjarkarbóli að hefja verkefni tengd samfélagslæsi. Við ætlum að fara af stað með ýmis klúbba og verkefni með það að markmiði að auka samfélagslæsi barnanna. Við viljum endilega kynnast uppruna allra barnanna ásamt því að fræðast um önnur lönd og þá fjölbreyttu menningu sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Við viljum að foreldrar/forráðamenn geti fylgst með því sem við ætlum að gera og því munum við fara hér yfir nokkur þeirra verkefna sem við ætlum að fara af stað með í janúar.  

Orð vikunnar á öllum tungumálum 

Tilvalið er að fá börn með annað móðurmál en íslensku til þess að velja orð vikunnar ef áhugi er fyrir hendi. Í kjölfarið er hægt að skrifa orðið upp á öllum þeim tungumálum sem töluð eru á frístundaheimilinu jafnvel með hjálp þýðingarvélarinnar Google Translate. Börnin fá þá tækifæri til þess að velta fyrir sér fjölbreytileika frístundaheimilisins og öllum tungumálum er gert jafn hátt undir höfði. 

Koma með bók á sínu tungumáli 

Gaman getur verið leyfa börnunum sem tala annað tungumál en íslensku að koma með barnabók og hægt er að skoða bókina saman. Þannig eykst fjölbreytileiki bókakostsins á frístundaheimilinu og börnin fá tækifæri að kynnast framandi tungumáli og öðlast virðingu fyrir því þó þau skilji ekki endilega alltaf efni bókarinnar. 

Landafræðiklúbbur 

Við erum svo heppin að lifa í heimi þar sem er til aragrúi landa með fjölbreytta og spennandi menningu. Skemmtilegt er að kynna heiminn fyrir börnunum í gegnum Landafræðiklúbb. Tilvalið er að taka eitt land fyrir í einu og velta því fyrir sér. Hægt er að skoða staðsetningu landsins á hnetti, landakorti eða í forritinu Google Maps. Einnig er gaman að skoða hvaða tungumál er talað í landinu og jafnvel skoða dýralífið og menningu landsins.  

Auk þess er mjög fróðlegt fyrir börnin að skoða Ísland á vefnum Kortavefsjá þar sem búið er að merkja ýmis íslensk fyrirbrigði inn á kort. Í landinu okkar fyrirfinnast heil ógrynni af fossum, ám, fjörðum og ýmsu öðru sem skemmtilegt er að skoða og jafnvel teikna upp. 
Undir lok klúbbsins hverju sinni getur verið gaman að ræða við börnin um þau náttúruundur þau hafa séð eða hafa áhuga á að ræða um. Einnig er hægt að leyfa börnunum að leika stuttan leik í smáforritunum Geography City Puzzle eða Flags of the World

Uppskriftaklúbbur 

Uppskriftaklúbburinn gefur börnum tækifæri á að prufa að vinna með fjölbreyttar uppskriftir hvaðan að úr heiminum. Byrjað er á því að undirbúa klúbbinn með því að safna einföldum uppskriftum. Hægt er að biðja börnin um að fá uppskriftir frá fjölskyldum sínum og þá helst uppskriftir sem hafa ákveðna þýðingu fyrir þau sjálf, fjölskylduna eða koma upprunalega frá heimalandinu. Þegar nokkrar uppskriftir hafa verið valdar getur klúbburinn hafist. Byrjað er á því að segja börnunum frá uppskriftinni og bakgrunni hennar. Því næst er matreitt eða bakað eftir uppskriftinni.  Börnin fá þá tækifæri til þess að elda eða baka eitthvað nýtt og spennandi. Gaman er fyrir börnin að teikna myndir og skoða bækur meðan beðið er. 

Við ætlum einnig að prenta út fána þeirra landa sem börnin okkar koma frá og hengja upp á vegg. Við erum svo heppin að eiga fjölbreyttan starfsmannahóp og við ætlum líka að kynnast þeirra löndum og tungumálum betur.  

Ef áhugi er fyrir því að kynna sér betur frístundalæsi og hvað felst í því, viljum við benda ykkur á þessa heimasíðu - Frístundalæsi – Efling máls og læsis á frístundaheimilum (reykjavik.is)  

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls 

Submitted by anitaj on