Search

Það var mikið fjör í október og starfið okkar snerist mikið um hrekkjavökuna þennan mánuðinn. Föndur Við föndruðum meðal annars leðurblökur, skrímsli og grasker til að undirbúa okkur fyrir hrekkjavökuna. Við lituðum líka skemmtilegar myndir. Hrekkjavakan Þann 31. október var hrekkjavakan sjálf og við gerðum okkur glaðan dag hér í Bjarkarbóli. Börnin og starfsfólkið voru í glæsilegum búningum og búið var að skreyta frístundaheimilið vel. Við byrjuðum á hrekkjavökukaffitíma þar sem börnin fengu djús og rúsinur með matnum. Síðan buðum við upp á…
Daglegt starf og smiðjur Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.   Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.   HM smiðja Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk Nú er komið að fréttabréfi fyrir október mánuð. Þessi mánuður snérist að miklu að Hrekkjavökutengdum hlutum en að sjálfsögðu var fleira gert. Við starfsmenn settum upp hugmynd að vikuplani varðandi klúbba og hringekjur og það mjakast allt í rétta átt með aðstoð krakkanna. Undirrituð og svæðisstjóri hjá 3.-4. bekk fóru í stóra verslunarferð til að halda áfram að gera útistofuna nógu flotta fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Útistofan hefur nú fengið nafnið Ásgarður sem samsvarar sér vel við Bifröst. Krakkarnir í Bifröst og…
Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna. Brjóstsykursgerð Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur. Jólagluggi Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum. Opið hús Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt…
Opnunartími Kvöldkópurinn er opinn annað hvert mánudagskvöld frá kl 19:00 - 20:30 Starfsemi Kvöldkópurinn er fyrir fólk með fatlanir á aldrinum 16-25 ára og fer starfsemin fram í Frístundaklúbbnum Kópnum. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur.
Lokað verður dagana 12. og 13. október vegna haustfrís.
Nýi prjónaklúbburinn okkar er fyrir alla Byrjendur sem og lengra komna Sem langar að hittast Spjalla Fá ráð eða aðstoð og deila hugmyndum! Alla mánudaga kl. 19:30 - 21:30 í Pakkhúsinu Hlökkum til að sjá þig! 
Forstöðukona Hóla: Erla Björk Tryggvadóttir erlabt@arborg.is Frístundaheimilið Hólar er frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Sunnulækjarskóla sem hóf starfsemi sína þann 15. febrúar 2008. Hólar eru með aðstöðu sína í austurvæng Sunnulækjarskóla. Valsvæði Hólar Lesa meira Flýtileiðir Gjaldskrá Almennar upplýsingar
Alla fimmtudaga eru hinsegin opnanir fyrir 8.-10.bekk og eldri í Árborg í samstarfi við Pakkhúsið. Markmiðið með hinseigin opnunum er að ná til unglinga og ungmenna sem tilheyra hinsegin samfélaginu, eru í hinsegin pælingum eða styðja við hinsegin samfélagið. Þau sem að mæta á opnanirnar ráða sjálf hvað er á dagskrá. Hinsegin opnanirnar eru í Valhöll, Tryggvagötu 23a, við hliðina á Sundlauginni. Opnunartímar Fimmtudagur kl. 19:30 - 21:30 Dagskrá mars/apríl
Æskulýðsfélag Selfosskirkju er fyrir alla krakka í 8. – 10. bekk grunnskóla. Á fundum finnum við okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Varúlfur, hjartsláttur og varúlfafeluleikur eru fastir liðir í starfinu, en auk þess er Just Dance, Minute to win it og Subbufundur á dagskránni, svo fátt eitt sé nefnt. Fundir eru á mánudögum kl. 20:00-21:30, þátttaka er ókeypis og skráning fer fram inni á heimasíðu kirkjunnar, selfosskirkja.is Starfið er ekki bundið við ákveðið upphaf eða endi, svo krakkar geta byrjað í Æskó á miðjum vetri þess vegna.