Search

Þann 1. og 2. febrúar verður lengd viðvera hjá okkur í Bjarkarbóli. Þá daga verður opið hjá okkur frá kl 8:00-16:15. Búið er að opna fyrir skráningu inni á Völunni. 
Alla fimmtudaga eru hinsegin opnanir ungmenni 16 ára og eldri ásmat 8.-10.bekk í samstarfi við Zelsíuz. Markmiðið með hinseigin opnunum er að ná til unglinga og ungmenna sem tilheyra hinsegin samfélaginu, eru í hinsegin pælingum eða styðja við hinsegin samfélagið. Þau sem að mæta á opnanirnar ráða sjálf hvað er á dagskrá. Hinsegin opnanirnar eru í Valhöll, Tryggvagötu 23a, við hliðina á Sundlauginni. Opnunartímar Fimmtudagar kl 19:30-21:30 Dagskrá September
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk Fréttabréfið að þessu sinni verður stutt og laggott en fullt af skemmtilegm myndum. Við erum byrjuð með Voffalestur reglulega og krakkarnir hafa rosalega gaman að. Veðrið lék ekki alveg við okkur þannig við skemmtum okkur bara enn betur innandyra en núna er vor í lofti og allt í rétta átt :) Starfsfólk Bifrastar óskar öllum krökkunum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilega páska og minnum á að það verður lokað í Bifröst 14.-15. apríl, 18.apríl og 21.apríl. Vonandi gleðja þessar myndir ykkur og börnin :) Kærar kveðjur…
Starfsemi Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30. Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl. Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi. Aðstaðan Selurinn er…
Tónlistarskóli Árnesinga býður uppá fjölþætt nám, þ.e.: - Suzukinám fyrir nemendur sem byrja 3-5 ára, - klassískt nám fyrir 6 ára og eldri, - rytmískt nám fyrir 8/9 ára og eldri, - söngnám fyrir 10-15 ára sem kallast Söngfuglar og - einsöngsnám fyrir 16 ára og eldri. Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Framboð er þó breytilegt milli kennslustaða. * Sjá nánar á heimasíðu tónlistarskólans: www.tonar.is - Námsframboð  UMSÓKN UM SKÓLAVIST - Sótt er um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga, www.tonar.is. - Smellið á:…
Opnunartími:Mánudaga - föstudaga: kl. 09:00 - 18:00Laugardaga: kl. 10:00 - 14:00Sunnudaga: LokaðLesstofan og Listagjáin eru opin á sama tíma og bókasafnið.
Í haust munu börn í 3. og 4. bekk sameinast frístundaheimilum Árborgar á ný. Við í Bjarkarbóli verðum því með starf fyrir 1-4. bekk næsta haust. Skráning fyrir verðandi 1. og 2. bekk er nú þegar opin og hvetjum við ykkur til að sækja tímalega um til þess að tryggja pláss fyrir ykkar barn. Skráning fyrir verðandi 3. og 4. bekk opnar föstudaginn 9. maí.
Starfsemi Starfsemi í Frístundaklúbbnum Kotinu hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.  Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp.  Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 3.-4. bekk Nú er komið að fréttabréfi Eldheima fyrir febrúarmánuð Lengd viðvera 1. - 2. febrúar Febrúarmánuður hófst á lengdri viðveru dagana 1. og 2. febrúar. Þá daga var farið í skemmtilega leiki og borðaður góður matur. Regnbogavika Árborgar Regnbogavika Árborgar, sem stendur yfir núna síðustu vikuna í mánuðinum,fór mjög vel fram. Við hengdum upp fallega regnboga fánann og krakkarnir eru búnir að fá að skreyta gluggana sem og rýmin sem við höfum með regnbogalituðum myndum sem þau hafa litað. Þeir krakkar sem vildu gátu teiknað…
Tilkynningar og samskipti Mikilvægt er að tilkynningar berist frá forráðamönnum. Við tökum ekki við munnlegum skilaboðum frá börnunum sjálfum þegar kemur að forföllum, vinaheimsóknum eða upplýsingum um hver sækir o.þ.h. Vinaheimsóknir þurfa að vera skipulagðar fyrirfram því ekki er í boði fyrir börn að hringja úr símum frístundar með hvers kyns fyrirspurnir. Þegar foreldrar/forráðamenn sækja börnin þurfa þeir að láta starfsmann í móttöku vita. Ef foreldri/forráðamaður þarf að ná tali af forstöðumönnum er best að hafa samband fyrir kl.12:00, þar sem forstöðumenn hafa að öllu jöfnu…