Search

Sækja um Viðburðir Sjá alla viðburði Frístundaheimilið Bifröst er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Vallaskóla sem hefur starfað síðan í september árið 1994. Bifröst hefur aðstöðu í tveimur húsnæðum, annars vegar við Tryggvagötu 23b (Bifröst) undir starf 1.- og 2. bekkjar, og hinsvegar í Útistofu 1 í Vallaskóla við Sólvelli 2 (Ásgarður) þar sem starf 3…
Nú fer skólaárinu fljótt að ljúka og viljum við þakka börnunum, ásamt foreldrum/forráðamönnum fyrir ánægjulega samveru og gott samstarf. Við erum full tilhlökkunar fyrir sumarstarfinu og vonumst til að sjá sem flest börn þar. Lengd viðvera Þann 6. júní næstkomandi verður lengd viðvera hjá okkur hér í Bjarkarbóli. Þá er opið frá kl. 8:00-16:15. Eins og vanalega þarf að skrá börnin á þessa daga inni á Völunni og gott er að gera það tímalega þar sem skráning lokar þriðjudaginn 4. júní kl. 12. Starfsdagur Þann 7. júní er lokað hjá okkur vegna starfsdags. Sumarstarfið…
Á haustönn 2024 bjóðum við upp á eftirfarandi námskeið: - Barnadans fyrir 4-5 ára - Jazzballett fyrir 6-16 ára - Leiklist fyrir 9-15 ára - Fullorðinstímar fyrir 30 ára og eldri Nemendur í jazzballett 6-16 ára geta svo valið um að bæta við sig valtímum og æft 2-5x í viku. Einnig geta nemendur 9-16 ára sótt um að komast í keppnislið skólans, TeamDansakademían. Markmið okkar er að skapa gott og skapandi umhverfi fyrir nemendur á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum Dansakademíuna, þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar…
Æfingatími Frískra Flóamanna er kl. 17:15 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 9:10 á laugardögum. Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss. Æfingar eru ókeypis, aðeins að mæta. Allir velkomnir bæði byrjendur og vanir hlauparar. Góð hreyfing í góðum félagsskap. Þjálfari, Sigmundur Stefánsson stýrir hópnum frá september – maí. Facebook síða hópsins: https://www.facebook.com/groups/135968469810840
Föstudaginn 26. janúar fór danskeppni Samfés fram í Garðalundi í Garðaskóla. Keppendur komu frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu og kepptu bæði í einstaklings- og hópakeppni fyrir tvo aldurshópa: 10 – 12 ára og 13 ára +. Í keppninni tóku þátt meira en 30 hópar og einstaklingar frá yfir 20 félagsmiðstöðvum. Fyrir hönd Zelsíuz tók Alexandra Edda og Jenný Arna þátt í hópakeppni 13+. Þær fluttu glæsilegt atriði sem þær lögðu mikla vinnu í og tryggðu sér 2. sætið með frábærri frammistöðu. Við erum ótrúlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Æfingar fyrir eldri og reyndari hjólara á vegum UMFS og VÍKÆfingar sem eru mjög krefjandi, fyrir eldri og reyndari hjólara. Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18-21.Æfingarnar byrja 27. maí og standa til 26. ágúst.Æfingar fyrir eldri og reyndari hjólaraÆfingar sem eru mjög krefjandi, fyrir eldri og reyndari hjólara. Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18-21.Æfingarnar byrja 27. maí og standa til 26. ágúst.Skráning  fer fram í gegnum abler - https://www.abler.io/shop/umfs/msn
Frístundaheimili Árborgar notast við skráningarkerfið Vala. Þar er hægt að sækja um vistun í frístund. Inni á foreldraaðgangi Völu er hægt að breyta vistunartíma, skrá tómstundir barna og fleira.
Í janúar lögðum við áherslu á smiðjur og önnur verkefni tengd samfélagslæsi. Okkur starfsfólkinu, ásamt börnunum þótti einstaklega skemmtilegt að fá að kynnast uppruna og menningu hvors annars. Við hengdum upp fána allra barna og starfsmanna, ásamt nokkrum mismunandi stafrófum. Fánarnir í 1.bekk Við buðum upp á nokkrar smiðjur tengdar samfélagslæsinu, meðal annars landafræðismiðju, þar sem börnin fengu að lita fána að eigin vali og læra í hvaða heimsálfu landið er. Einnig spiluðum við fána bingo til þess að leggja fánana okkar betur á minnið. Landafræðismiðja Orð…
Starfsemi Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30. Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl. Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi. Aðstaðan Selurinn er…
Tónlistarskóli Árnesinga býður uppá fjölþætt nám, þ.e.: - Suzukinám fyrir nemendur sem byrja 3-5 ára, - klassískt nám fyrir 6 ára og eldri, - rytmískt nám fyrir 8/9 ára og eldri, - söngnám fyrir 10-15 ára sem kallast Söngfuglar og - einsöngsnám fyrir 16 ára og eldri. Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Framboð er þó breytilegt milli kennslustaða. * Sjá nánar á heimasíðu tónlistarskólans: www.tonar.is - Námsframboð  UMSÓKN UM SKÓLAVIST - Sótt er um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga, www.tonar.is. - Smellið á:…