Search
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk
Þá er komið að seinasta fréttabréfi þessa árs.
Að þessu sinni ætla ég ekki að missa mig í lesefni fyrir ykkur heldur bjóða upp á skemmtilega myndasyrpu fyrir ykkur til að skoða með krökkunum ykkar.
Mikið vonum við að jólin voru ykkur ánægjuleg með þeim sem ykkur þykir vænt um og að þið eigið dásamleg áramót.
Myndirnar eru blanda af daglegri starfsemi, klúbbum og smiðjum en líka aðeins úr lengdri viðveru sem hefur verið núna frá 20.desember og verður til föstudagsins 30.desember og endar með bíóferð og sundi. Aldeilis góð…
Hægt er að kaupa heilt námskeið, 10 skipti eða 5 skipti. Hlökkum til að sjá ykkur!
Zelsíuz fékk takmarkaðan miðafjölda og fór úthlutun fram eftir mætingu og hegðun í félagsmiðstöðinni. Stjórn Samfés hefur tekið ákvörðum um að þau sem hafa verið með ofbeldismál í vetur eða í fyrra (t.d vopnaburður, hatursorðræða, hótanir, ofbeldi, agabrot og/eða lögbrot) fá ekki miða á SamFestinginn í ár. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að tryggja öryggi fyrir öll sem sækja viðburðinn.
Öll sem fengu miða á SamFestinginn þurfa að sækja leyfisbréf í Zelsíuz, hægt er að koma á kvöldvakt mánudaginn 15. apríl. Hægt er að borga og skila leyfisbréfi í síðasta lagi…
Umsóknir í Frístundaklúbbinn Klettinn fara fram í gegnum tölvupóst kletturinn@arborg.is
Unglingaráðið í Zelsíuz, Z-ráðið, skipuleggur og leikur í árlegu Draugahúsi sem er opið fyrir unglinga í 8.-10.bekk til þess að fara í gegnum
Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, USSS fór fram síðastliðinn föstudag, 14. mars og var stemningin rafmögnuð þegar ungir og hæfileikaríkir keppendur stigu á svið. Fyrir hönd Zelsíuz tók Hugrún Hadda þátt með lagið Is It True, sem Jóhanna Guðrún gerði frægt í Eurovision árið 2009.
Með mögnuðum flutningi sínum heillaði Hugrún dómnefnd og áhorfendur og tryggði sér farseðil í sjálfa Söngkeppni Samfés, sem fer fram í Laugardalshöll þann 3. maí. Þar mun hún keppa á meðal hæfileikaríkra ungmenna frá öllum landshornum, en keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.…
Leik og Sprell verður á Selfossi og Stokkseyri í sumar. Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur. 5 daga námskeið, kennt 3 klukkustundir í senn, verð: 28.000 krónur. Athygli er vakin á því að hægt er að nýta frístundastyrkinn. Nánari…
Tyggvagata 23a Selfossi
Sími 4806363/4806364
kotid@kotid.is
Frístundaklúbburinn Kotið. Tryggvagata 23a, Selfoss.
Frístundaklúbburinn Kotið er ætlaður fyrir grunnskólanemendur í 5.-10.bekk sem eru með fatlanir. Kotið hefur aðstöðu sína í Valhöll að Tryggvagötu 23a.
Lesa meira
Fréttasafn
Sjá allar fréttir
Viðburðir
Sjá alla viðburði
Tímarnir henta öllum - Lögð er áhersla à liðleikaæfingar, styrktaræfingar, liðlosun, jafnvægisæfingar, gleði og hamingju :) Tímarnir eru à þriðjudögum og föstudögum kl 10. Hver tími er ca 40 mínútur og kostar kr. 750.-
Allir velkomnir í Fèlagsaðstöðu Eldri borgara í Grænumörk.