HAUSTÖNN HEFST 9. SEPTEMBER!
Dans fyrir 7-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára dansara á Selfossi.
SKIPULAG
Markvisst og vandað dansnám hjá öllum danshópum í hverri stöð. Kennarar leggja ríka áherslu á uppbyggandi gagnrýni og sjálfstyrkingu. Það eiga allir að koma glaðir út úr tímum og finna fyrir innblæstri og bætingu.
Danssalurinn er öruggt umhverfi til þess að æfa sig, vaxa og ná árangri.
Kennarar styrkja nemendur bæða tæknilega og andlega.
Dans er bæði líkamleg þjálfun og andleg örvun. Hjá DWC er lögð jöfn áhersla á báða þætti.
Allir dansarar 13 ára og eldri fá frítt líkamsræktarkort á meðan á önninni stendur.
Jólasýning í Borgarleikhúsinu, 30. nóvember.
Sýningarhópar og fullt af verkefnum á döfinni.
KENNSLUSTAÐUR
World Class Selfossi
LENGD DANSTÍMA
60 mínútur / 1 klst
LENGD NÁMSKEIÐS
12 vikur (9. september – 30. nóvember)
VERÐ
53.990 kr.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið og stundaskrá er að finna hér á heimasíðu skólans, dwc.is
FRÍSTUNDASTYRKUR
Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum.
JÓLASÝNING
Jólasýning fer fram í Borgarleikhúsinu. Innifalið í verðinu á haustönn er stuttermabolurinn sem dansararnir dansa í á jólasýningunni.
SKRÁNING
Skráning fer fram á dwc.is og á Sportabler.