Fréttasafn

Image
Vináttuverkefni Barnaheilla
Margir þekkja vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ, en Bjarkarból er Vináttu frístundaheimili og viljum við því leggja áherslu á að innleiða Blæ í starfið okkar.

Margir þekkja vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ, en Bjarkarból er Vináttu frístundaheimili og viljum við því leggja áherslu á að innleiða Blæ í starfið okkar.

Vinátta byggir á rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum. Markmið verkefnisins er að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, ásamt því að efla samskipti og félagsfærni. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og í samskiptum innan skólasamfélagsins. Hugmyndafræðin endurspeglast í eftirtöldum fjórum gildum:

Umburðarlyndi

Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans  og að koma fram við alla aðra af virðingu.

Virðing

Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða margbreytileikann innan hópsins.

Umhyggja 

Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

Hugrekki

Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti. 

Til að byrja með langar okkur að hafa Blæ samverustund einu sinni í viku. Við notumst við námsefni Barnaheilla og Blæ bangsann og vinnum ýmis verkefni með börnunum. Dæmi um verkefni eru söngur, hópefli, vinanudd, leikir í útiveru og ýmis umræður um aðstæður sem geta komið upp í daglegu lífi barnanna.  

Áhugasamir geta kynnt sér vináttuverkefnið nánar á heimasíðu Barnaheilla.  

Vinátta | Barnaheill