Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru fimm atriði sem tóku þátt í Samzel söngkeppni Zelsíuz föstudaginn 7. mars.

Hljómsveitin Drullumall með Ingólfi, Ragnari og Elmari tók lagið Basket Case eftir Green Gate. Ása Guðrún söng lagið Promise eftir Laufey. Hugrún Hadda söng lagið The Joke eftir Brandi Carlile. Rannveig og Hrefna söngu lagið Án Þín eftir Bubba og Katrínu Halldóru. Strákarnir Jon Bony eða Jón Reynir, Hafberg og Sveinn Atli voru með frumsamið lag ¨Vilja Vita¨.

Örn, Jóhanna Vinsý, Klara og Karolina voru kynnar kvöldsins og stóðu sig frábærlega. Hildur sem sigraði Samzel í fyrra kom og tók lagið í dómarahléinu. Einnig fengum við geggjað tónlistarfólk til að dæma keppnina og voru það Marinó Geir, Fríða Hansen og Ronja Hafsteins.

Hugrún Hadda sigraði í Samzel og keppir fyrir hönd Zelsíuz í USSS (undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi) þann 14. mars. Við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og geggjaða frammistöðu!