SamFestingurinn 2024

Image
SamFestingurinn 2024 var haldinn í Laugardalshöll helgina 3. - 4. maí

SamFestingurinn samanstendur annars vegar af tónleikum og balli á föstudegi þar sem fjöldi vinsælla tónlistarmanna koma fram og hins vegar af söngkeppni Samfés á laugardegi þar sem ungir efnilegir tónlistarmenn stíga á svið.

Alls voru um 4500 ungmenni sem sóttu viðburðinn víðsvegar af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva ásamt 300-400 starfsmanna.

Öll ungmenni sem sóttu viðburðinn fengu Sjúkást fræðslu sem fjallaði um jafnvægi í samskiptum, mörk og samþykki. Fræðslan er samstarfsverkefni Samfés og Stígamóta.

Það hefur verið mikil eftirvænting og spenna fyrir SamFestingum meðal ungmenna í vetur og lét félagsmiðstöðin Zelsíuz sig ekki vanta á viðburðinn en alls mættu 100 ungmenni auk starfsfólks.

Öll ungmenninn okkar voru til fyrirmyndar og skemmtu sér frábærlega!

Submitted by weronikaa on