Search
Starfsemi
Kópurinn er opinn virka daga frá kl. 12:45 - 16:00. Lokað í vetrarfríi. Boðið er upp á lengda viðveru í desember og í maí, nánari upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni.
Í Kópnum er einstaklingsmiðuð dagskrá og einnig klúbbastarf sem er í umsjón starfsmanna og notenda. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig að stuðla að vinasamböndum og virkni í frístundum á eigin frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsmanna og þau notuð sem vinnutæki til að ná þessum markmiðum.
Sem dæmi um klúbbastarf er Kvikmyndaklúbbur,…
Fatamarkaður á vegum Pakkhússins verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Pakkhúsinu við Austurveg 2a frá kl. 12:00-16:00!
Þetta er gott tækifæri til að fara í gegnum fataskápinn sinn og gefa gömlum fötum nýtt líf ásamt því að stuðla að sjálfbærni.
Boðið verður uppá vöfflur og kaffi á meðan birgðir endast!
Endilega hafið samband í gegnum facebook síðu Zelsíuz eða Pakkhússins ef þið hafið áhuga á að vera með bás, það kostar ekkert og hver og einn sér um sinn bás.
Hvetjum ykkur til að kíkja við og gera góð kaup!
Daglegt starf og smiðjur
Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.
Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.
HM smiðja
Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir…
Starfsemi
Starfsemi í Frístundaklúbbnum Klettinum hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:00 á daginn.
Í Klettinum er boðið uppá einstaklingsmiðaða dagskrá ásamt klúbbastarfi sem er í umsjón starfsfólks. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig er stuðlað að vinasamböndum og virkni í frístundum á eiginn frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsfólks og þau notuð sem vinnutæki til að ná ofangreindum markmiðum.
Aðstaðan
Kletturinn er staðsettur í…
Árið 2016 hófst samstarfsverkefni velferðarþjónustunnar í Árborg og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz
Verkefnið byggir á snemmtækri íhlutun sem miðar að því að börn, sem þurfa félagslegan stuðning, fái aðstoð sem fyrst til að koma í veg fyrir að vandi þeirra aukist.
Verkefnið er stuðningsúrræði sem bæði hefur verið unnið á einstaklingsgrunni með tilteknu barni en einnig hefur það tekið á sig mynd sértæks hópastarfs
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga, styrkja þá og gera að virkum þátttakendum í starfi félagsmiðstöðvarinnar.
Persónulegur…
Starfið er opið fyrir ungmenni 16-25 ára
Opnunartímar
Miðvikudagar kl 20:00-23:00Föstudagar kl 17:00-20:00 - tölvuleikjahittingar
Dagskrá janúar
Það var mikið fjör í október og starfið okkar snerist mikið um hrekkjavökuna þennan mánuðinn.
Föndur
Við föndruðum meðal annars leðurblökur, skrímsli og grasker til að undirbúa okkur fyrir hrekkjavökuna.
Við lituðum líka skemmtilegar myndir.
Hrekkjavakan
Þann 31. október var hrekkjavakan sjálf og við gerðum okkur glaðan dag hér í Bjarkarbóli. Börnin og starfsfólkið voru í glæsilegum búningum og búið var að skreyta frístundaheimilið vel.
Við byrjuðum á hrekkjavökukaffitíma þar sem börnin fengu djús og rúsinur með matnum.
Síðan buðum við upp á…
Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna.
Brjóstsykursgerð
Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur.
Jólagluggi
Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum.
Opið hús
Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk
Nú er komið að fréttabréfi fyrir október mánuð.
Þessi mánuður snérist að miklu að Hrekkjavökutengdum hlutum en að sjálfsögðu var fleira gert. Við starfsmenn settum upp hugmynd að vikuplani varðandi klúbba og hringekjur og það mjakast allt í rétta átt með aðstoð krakkanna.
Undirrituð og svæðisstjóri hjá 3.-4. bekk fóru í stóra verslunarferð til að halda áfram að gera útistofuna nógu flotta fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Útistofan hefur nú fengið nafnið Ásgarður sem samsvarar sér vel við Bifröst.
Krakkarnir í Bifröst og…
Forstöðukona Hóla: Erla Björk Tryggvadóttir
erlabt@arborg.is
Frístundaheimilið Hólar er frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Sunnulækjarskóla sem hóf starfsemi sína þann 15. febrúar 2008. Hólar eru með aðstöðu sína í austurvæng Sunnulækjarskóla.
Valsvæði Hólar
Lesa meira
Flýtileiðir
Gjaldskrá
Almennar upplýsingar