Search

Föstudaginn 22. nóvember hélt Zelsíuz ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Mikil tilhlökkun var meðal unglingana fyrir ballinu, sem hefur verið einn vinæslasti og fjölmennasti viðburður Zelsíuz á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkti meðal unglinganna fyrir viðburðinum og alls mættu um 400 manns til að taka þátt í gleðinni. Z-ráðið sá um að velja tónlistaratriðin og voru það Birnir, Flóni og Dj nanflausir sem héldu uppi stemningunni allt kvöldið. Unglingarnir voru til fyrirmyndar og nutu kvöldsins í öruggu og ánægjulegu umhverfi. Við…
Starfsdagur 24. mars Það verður lokað hjá okkur mánudaginn 24. mars vegna starfsdags. Bókagerð Nú erum við með sjálfboðaliða frá Þýskalandi hjá okkur sem hefur verið með bókagerð í boði fyrir börnin. Hún byrjaði að búa til bók með 2. bekk en hún heitir "Dagur í sjónum" og fjallar um Aron kafara sem lendir í ýmsum ævintýrum í sjónum. Bókin er samin og myndskreytt af krökkunum í 2. bekk og nú ættu þau öll að hafa fengið eintak með sér heim. Nú er hún byrjuð að semja smásögur með 1. bekk og verður gaman að sýna ykkur lokaútkomuna í næsta fréttabréfi.…
Öskudagur Það var mikið stuð hjá okkur á öskudaginn. Við vorum með stöðvar í boði þar sem krakkarnir gátu sungið fyrir nammi, búið til grímur, fengið andlitsmálningu og farið í stoppdans. Krakkarnir voru í glæsilegum búningum og skemmtu sér vel :) Bókagerð Í mars var komið að 1. bekk að búa til bók. Þau sömdu ýmsar skemmtilegar smásögur og úr því varð smásagnasafn sem þau síðan myndskreyttu. Útkoman er vægast sagt glæsileg. Nú fer hún Mona, sjálfboðaliðinn sem hefur verið hjá okkur síðastliðnar 6 vikur, á annað frístundaheimili og heldur áfram með sín flottu verkefni. Við…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi þessa árs. Að þessu sinni ætla ég ekki að missa mig í lesefni fyrir ykkur heldur bjóða upp á skemmtilega myndasyrpu fyrir ykkur til að skoða með krökkunum ykkar. Mikið vonum við að jólin voru ykkur ánægjuleg með þeim sem ykkur þykir vænt um og að þið eigið dásamleg áramót. Myndirnar eru blanda af daglegri starfsemi, klúbbum og smiðjum en líka aðeins úr lengdri viðveru sem hefur verið núna frá 20.desember og verður til föstudagsins 30.desember og endar með bíóferð og sundi. Aldeilis góð…
Handknattleiksdeildin heldur úti æfingum fyrir alla aldursflokka frá 2ja ára.  Öllum velkomið að koma og prófa æfingu.Handboltaskóli 2-4 ára er kenndur á Þriðjudögum kl 16.45 í Set höllinni (Iðu)Skráning fer fram á abler (á haustin) og á handbolti@umfs.is þegar iðkandi hefur æfingar á miðju tímabili.
Zelsíuz fékk takmarkaðan miðafjölda og fór úthlutun fram eftir mætingu og hegðun í félagsmiðstöðinni. Stjórn Samfés hefur tekið ákvörðum um að þau sem hafa verið með ofbeldismál í vetur eða í fyrra (t.d vopnaburður, hatursorðræða, hótanir, ofbeldi, agabrot og/eða lögbrot) fá ekki miða á SamFestinginn í ár. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að tryggja öryggi fyrir öll sem sækja viðburðinn. Öll sem fengu miða á SamFestinginn þurfa að sækja leyfisbréf í Zelsíuz, hægt er að koma á kvöldvakt mánudaginn 15. apríl. Hægt er að borga og skila leyfisbréfi í síðasta lagi…
Hægt er að kaupa heilt námskeið, 10 skipti eða 5 skipti. Hlökkum til að sjá ykkur!
Umsóknir í Frístundaklúbbinn Klettinn fara fram í gegnum tölvupóst kletturinn@arborg.is
Unglingaráðið í Zelsíuz, Z-ráðið, skipuleggur og leikur í árlegu Draugahúsi sem er opið fyrir unglinga í 8.-10.bekk til þess að fara í gegnum