Frístundaheimilið Bjarkarból er starfrækt fyrir yngsta stig Stekkjaskóla og hóf starfsemi sína haustið 2021. Frístundaheimilið opnar kl. 13:10 alla virka daga og er opið til kl. 16:15.
Starfsemi
Starfsemi í Frístundaheimilinu Bjarkarból hefst kl. 13:10 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.
Í Bjarkarbóli er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju þrisvar yfir daginn.
Í Bjarkarbóli er farið út að leika á hverjum degi.
Aðstaðan
Starfssemi Bjarkarbóls fer fram í útistofum Stekkjaskóla þar sem aðstaðan telur tvær kennslustofur, matsal og alrými. Svæðin eru sett upp af starfsfólki sem tryggir að fjölbreytt úrval leikfanga og afþreyinga sé í boði dag hvern. Við Bjarkarból er einnig veglegt útisvæði sem nýtt er í leik og starf.