Almennar upplýsingar

Starfsemi

Starfsemi í Frístundaklúbbnum Klettinum hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:00 á daginn. 

Í Klettinum er boðið uppá einstaklingsmiðaða dagskrá ásamt klúbbastarfi sem er í umsjón starfsfólks. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig er stuðlað að vinasamböndum og virkni í frístundum á eiginn frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsfólks og þau notuð sem vinnutæki til að ná ofangreindum markmiðum.    

Aðstaðan

Kletturinn er staðsettur í Pakkhúsinu við Austurveg 2A. Kletturinn hefur stórt og gott aðalrými ásamt tölvuherbergi sem eru nýtt í daglegt starf. Þar að auki eru rými samnýtt með félagsmiðstöðinni Zelsíuz og frístundaklúbbnum Kópnum sem eru bíósalur og spilaherbergi. Í Klettinum er margt í boði s.s. föndur, leikjatölvur, matreiðsla, spil, billiard, píla, borðtennis o.fl.  

Umsókn

Umsóknir í Frístundaklúbbinn Klettinn fara fram í gegnum tölvupóst kletturinn@arborg.is