Fréttasafn

Image
Samzel
Hildur Hermannsdóttir sigurvegari Samzel 2024

Söngkeppni Samzel var haldin 26. janúar í Zelsíuz. Sigurvegari Samzel kemst áfram í USSS (undankeppni söngkepnni Samfés á Suðurlandi).

Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru það fimm atriði sem tóku þátt í Samzel þetta árið. Það var hljómsveitin Guillotine með Fannari Þór á hljómborði, Björgvini Svan á rafmagsgítar og söng, Hrafnari Jökli á rafmagnsgítar, Jökli Smára á trommum ásamt Ragnari Má á bassa og tóku þeir lagið Heaven and Hell. Bryndís Embla tók lagið One of us með ABBA. Vigdís Anna tók lagið Slipping through my fingers með ABBA. Hljómsveitin Vandi með Hafdísi Rún á trommum, Rúnari Erni á Bassa, Viktori Loga á rafmagnsgítar og Ingólfi Brynjari á bassa og söng tóku lagið Blur. Hildur Hermannsdóttir tók lagið Afgan með Bubba. Þau stóðu sig öll mjög vel!

Hildur sigraði Samzel og tekur þátt í USSS fyrir hönd Zelsíuz í mars. Við óskum Hildi innilega til hamingju með sigurinn!