Fréttasafn

Image
Zelsíuz hlaut hvatningarverðlaun fræðslu- og frístundanefndar Árborgar
Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Félagsmiðstöðin Zelsíuz fyrir það flotta starf sem þar er unnið.

Fimmtudaginn 28. desember fór fram hin árlega uppskeruhátíð fræðslu- og frístundarnefndar Árborgar. Þó nokkur fjöldi fólks var mættur til þess að fagna með því flotta íþróttafólki sem við höfum hér í Árborg.

Feðginin í Fljúgandi villisvín opnuðu hátíðina með glæsilegu tónlistaratriði en í kjölfarið hélt Brynhildur Jónsdóttir formaður fræðslu- og frístundarnefndar setningarræðu. 

Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Félagsmiðstöðin Zelsíuz fyrir það flotta starf sem þar er unnið. Vinnan í félagsmiðstöðinni hefur hlotið verðskuldaða athygli víða um land og hlaut hún í samstarfi við velferðarþjónustu Árborgar Íslensku menntaverðlaunin 2023 í flokknum framúrskarandi þróunarverkefni.