Fréttasafn

Image
Hail 2 U áfram í USSS
Hljómsvetin Hail 2 U sigraði Samzel, söngkeppni Zelsíuz

Söngkeppni Zelsíuz, Samzel, fór fram í Zelsíuz föstudaginn 17.febrúar. Sigurvegari Samzel keppir síðan í USSS, Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, sem verður haldin á Hellu föstudaginn 10.mars.

Það voru 5 frábær atriði sem tóku þátt í Samzel. Það voru vinkonurnar, Anna Maria, Ásdís Eva, Dagmar Sif, Hjördís Katla og Olivia úr 10.bekk í Vallaskóla sem sungu Umbrella eftir Rihönnu. Þórhildur Lilja í 10.bekk í Vallaskóla sem að söng Draumaprinsinn eftir Röggu Gísla, Vigdís Anna í 9.bekk í Sunnulækjarskóla söng lagið The Way I Love You eftir Michal Leah. Vinkonurnar Ronja Lena og Dagbjört Inga í 10.bekk í Vallaskóla sungu lagið Make You Feel My Love eftir Adele. Það voru síðan hljómsveitin Hail 2 U sem að sigruðu keppnina, það eru félagarnir Ingólfur Brynjar í 8.bekk sem spilar á trommur, Hrafnar Jökull í 9.bekk sem spilar á gítar og syngir ásamt Breka í 10.bekk sem spilar á bassa, allir eru þeir í Sunnulækjarskóla. Þeir fluttu frumsamið lag sem heitir Nothing To Hide.

Óskum þeim innilega til hamingju með áragnurinn!