Föstudaginn 21. nóvember hélt Zelsíuz þétt og kraftmikið ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Unglingar víða af svæðinu mættu galvaskir og ríkti mikil spenna og tilhlökkun fyrir kvöldinu, enda ballið orðið einn stærsti og vinsælasti viðburður Zelsíuz ár hvert.
Að þessu sinni mættu um 400 unglingar og skapaðist frábær stemning frá fyrstu mínútu. Z-ráðið hafði val af dagskránni og var line-upið einstaklega sterkt: DJ Tveir Sjúkir, Tónhylur Akademía, Séra Bjössi og Saint Pete létu öllum illum látum og héldu dansgólfinu lifandi allan tímann.
Unglingarnir voru til mikillar fyrirmyndar og nutu kvöldsins í hvetjandi, öruggu og skemmtilegu umhverfi. Þetta var kvöld fullt af gleði, dansi og góðum tengslum – alveg eins og við viljum hafa það.
Við hjá Zelsíuz viljum þakka öllum sem mættu, starfsfólki sem vann hörðum höndum og tónlistarfólkinu sem gerði kvöldið ógleymanlegt. Við hlökkum til næsta árs!
Myndir frá ballinu má finna hér