Fréttasafn

Image
Fréttabréf október 2024
Fréttir úr starfi í október 2024.

Það var mikið fjör í október og starfið okkar snerist mikið um hrekkjavökuna þennan mánuðinn.

Föndur

Við föndruðum meðal annars leðurblökur, skrímsli og grasker til að undirbúa okkur fyrir hrekkjavökuna.

Við lituðum líka skemmtilegar myndir.

Hrekkjavakan

Þann 31. október var hrekkjavakan sjálf og við gerðum okkur glaðan dag hér í Bjarkarbóli. Börnin og starfsfólkið voru í glæsilegum búningum og búið var að skreyta frístundaheimilið vel.

Við byrjuðum á hrekkjavökukaffitíma þar sem börnin fengu djús og rúsinur með matnum.

Síðan buðum við upp á bíómynd og popp sem sló heldur betur í gegn. Þeir sem vildu ekki horfa á mynd voru að föndra á meðan.

Föstudagskaffi

Í nóvember ætlum við að byrja með föstudagskaffi sem verður 1x í mánuði. Þá fá börnin að kjósa um föstudagskaffi sem verður seinasta föstudag hvers mánaðar. Þá fá börnin að kjósa hvað þeim langar að fá í þessum kaffitíma, t.d. jógúrt, ostaslaufur, pizzasnúðar, kringlur, kleinur eða rúnstykki.

Hugmyndabanki

Einnig ætlum við að hafa hugmyndabanka inni í stofunum hjá börnunum þar sem þau geta komið með hugmyndir um hvað þeim langar að gera í frístund.

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls