Fréttasafn

Image
Hinsegin vika í Árborg
Félagsmiðstöðin Zelzíuz tekur þátt í Hinsegin viku Árborgar

Hinsegin vika Árborgar verður haldinn 26. janúar til 1. mars og er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldinn í sveitarfélaginu. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Félagsmiðstöðin Zelsíuz hefur tekið þátt í vikunni undanfarin ár og er þetta ár enginn undantekning.

Dagskrá Zelsíuz fyrir 8.-10. bekk í hinsegin vikunni samanstendur af kahoot og spjalli um hinseginleikan, auk þess horfum við á vinsælu RuPaul's Drag Race þættina. Í 10-12 ára starfinu okkar verður hinsegin spurningakeppni á dagskrá þar sem farið er yfir ýmis hugtök sem tengjast hinseginleikanum.

Það verður regnbogadagur í Zelsíuz föstudaginn 1. mars þar sem við hvetjum öll til að mæta í regnbogalitum. Einnig fékk starfsfólk Zelsíuz regnbogabönd að gjöf frá Forvarnarteymi Árborgar. Starfsfólk er hvatt til að bera regnbogabandið alla daga ársins því mikilvægt er að við fögnum fjölbreytileikanum og stuðlum að öryggi og sýnileika ásamt  bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. 

Við hvetjum öll til að koma í Zelzíuz og taka þátt í Hinsegin vikunni með okkur!