Fréttasafn

Image
Fréttabréf janúar 2024
Fréttir úr starfi í janúar 2024.

Í janúar lögðum við áherslu á smiðjur og önnur verkefni tengd samfélagslæsi. Okkur starfsfólkinu, ásamt börnunum þótti einstaklega skemmtilegt að fá að kynnast uppruna og menningu hvors annars. Við hengdum upp fána allra barna og starfsmanna, ásamt nokkrum mismunandi stafrófum.

Fánarnir í 1.bekk

Við buðum upp á nokkrar smiðjur tengdar samfélagslæsinu, meðal annars landafræðismiðju, þar sem börnin fengu að lita fána að eigin vali og læra í hvaða heimsálfu landið er. Einnig spiluðum við fána bingo til þess að leggja fánana okkar betur á minnið.

Landafræðismiðja

Orð vikunnar var mjög vinsælt, þar sem börnin sem tala önnur tungumál fengu að velja orð, sem var síðan hengt upp á þremur tungumálum. Þannig fengu börnin tækifæri á að rækta sín tungumál, ásamt því að við hin lærðum nokkur ný orð.

Orð vikunnar

Að sjálfsögðu horfðum við líka á íslenska landsliðið í handbolta spila í svokallaðri EM smiðju. Þar var mikið fjör og börnin fögnuðu hverju einasta marki.

EM smiðjan vinsæla

Að lokum viljum við minna á að þann 1. og 2. febrúar verður lengd viðvera hjá okkur í Bjarkarbóli. Þá erum við með opið frá kl 8:00-16:15. Á slíkum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega inni á Völunni.

Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls.