Sveitanámskeið GobbiGobb

Sveitanámskeiðin eru svo sannarlega búin að festa sig í sessi og mörg börn líta á það sem ómissandi hluta af sumrinu að koma á Sveitanámskeið GobbiGobb á Baugsstöðum.

Á námskeiðunum lærum við að umgangast hesta. Við kembum þeim og klöppum og setjumst jafnvel á bak og förum nokkra hringi í gerðinu.
Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt.
Í lok námskeiðsins förum við í ratleik og grillum sykurpúða.

Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags, frá 9:00- 12:00 eða frá 13:00-16:00.

Fullt verð er 18.900 en 10% forskráningarafsláttur gildir til 31. maí.
Skráning og nánari upplýsingar inni á www.gobbigobb.is/namskeid

Upplýsingar
Aldur:
6 - 7 ára
8 - 9 ára
10 - 11 ára
12 - 13 ára
14 - 15 ára
Útivist og samvera
Vefsíða: http://gobbigobb.is