Sumarnámskeið í Dansakademíunni

Við bjóðum upp á dans- og leikjanámskeið annars vegar og hinsvegar stutt þriggja vikna seinnipartsnámskeið 2x í viku.

Í júní bjóðum við upp á dans- og leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og 10-12 ára.
Hvert námskeið er byggt upp eftirfarandi:
- 1x60 mínútna jazzballetttíma
- Stutt pása á milli
- 1x30 mínútna leikjatíma þar sem unnið er með leiklistarleiki í bland við aðra hefðbundnari leiki
- Stutt pása á milli
- 1x60 mínútna Söngur og dans / Skapandi dans (fer eftir námskeiðum)

Þriggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 4-13 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Kenndur er grunnur í jazzballett-tækni en rík áhersla er lögð á dansgleði og skemmtun.
Eftirfarandi hópar í boði:
19.maí - 5.júní
4-5 ára = þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00-17:40
6-7 ára = þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:50-16:50
8-10 ára = mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30-18:30
11-13 ára = þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:45-18:45

Fyrir frekari upplýsingar og skráningu: www.abler.io/shop/dansakademian

Upplýsingar
Aldur:
0 - 5 ára
6 - 7 ára
8 - 9 ára
10 - 11 ára
12 - 13 ára
Staður:
Selfoss
Annað:
Dansakademían er danslistarskóli á Selfossi sem hefur verið starfrækur frá árinu 2021. Markmið okkar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Samhliða almennu dansnámi geta börn sótt valtíma í mismunandi dansstílum og leiklist sem styðja við þeirra vegferð í sviðslistum og þannig geta nemendur 7 ára og eldri æft 2-5x í viku, fer eftir aldri. Við bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna og kennarar okkar leggja sig alla fram við að styðja við nemendur andlega og félagslega í gegnum hvatningu og jákvæðni.