
Félagshesthús Sleipnis - vorönn 2026
Námskeiðið er frábært fyrir börn á aldrinum 11-16 ára á árinu sem EKKI hafa hest til umráða en langar að kynnast hestamennsku og æskulýðsstarfi Sleipnis.
Áhersla á námskeiðinu er lögð á að nemendur læri grunnatriði í hestamennsku undir leiðsögn Katrínar Evu Grétarsdóttur, reiðkennara frá Hólum.
Nemendur fá hest og allan búnað til umráða á námskeiðinu.
Fyrirkomulag:
Kennt er tvisvar í viku 2 klst í senn.
Mánudagar og miðvikudagar kl.15:45-17:45. Mætt er í hesthúsahverfið í félagshesthúsið að Vallartröð 6.
Tímabilin eru tvö og hægt er að sækja um annað hvort tímabilið eða bæði.
Tímabil 1: 12.janúar til og með 25.febrúar
Tímabil 2: 2.mars til og með 22.apríl (ATH ekki verður kennt í Dymbilvikunni)
Verð fyrir eitt tímabil er 65.000 en ef sótt er um bæði tímabilin þá er verðið 115.000.
Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar.
Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið!
Umsóknir og allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið stjorn@sleipnir.is
Í umsókn þarf að koma fram:
Tímabil sem sótt er um.
Fullt nafn barns og kennitala (gott að fá smá upplýsingar um fyrri reynslu í kringum hefsta ef hún er til staðar)
Fullt nafn forráðamanns ásamt símanúmeri og netfangi.