
Félagshesthús Sleipnis
Umsóknir hafnar fyrir haustönn 2025
Félagshesthús Sleipnis hefur opnað fyrir umsóknir í félagshesthús Sleipnis fyrir tímabilið 1.október til og með 17.desember.
Námskeiðið er frábært tækifyrir fyrir börn 11-16 á árinu sem hafa ekki hest til umráða, en langar að kynnast hestamennsku og félagasstarfi Sleipnis.
Áhersla er lögð á að nemendur læri grunnatriði í hestamennsku og fái leiðsögn frá menntuðum reiðkennara í hverjum tíma. Námskeiðið verður kennt af Katrínu Evu Grétarsdóttur, reiðkennara frá Hólum.
Nemendur fá hest til umráða á tímabilinu og kynnast þannig hestum og umhirðu þeirra, þjálfast í samskiptum við hross og fræðast um þarfir hesta í hesthúsum. Verklegar æfingar miða að því að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með fjölbreyttum og uppbyggilegum æfingum í gerði, reiðhöll og/eða í reiðtúrum.
Í boði eru traustir hestar ásamt reiðtygjum og hjálmum.
Fyrirkomulag námskeiðs:
•
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl.15:45-17:45
•
Þátttakendur skuldbinda sig til að taka þátt allt tímabilið (11 vikur)
•
Verð: 110.000 kr.
•
Hægt er að nota frístundaávísun sem hluta að greiðslu.
•
Einnig er í boði fá að dreifa greiðslum í 3 hluta.
Umsóknarfrestur er til og með 22.september.
Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið.
Umsóknir og aðrar fyrirspurnir skulu berast á netfangið stjorn@sleipnir.is
Við skráningu þarf að koma fram:
Fullt nafn barns, kennitala og upplýsingar um fyrri reynslu í kringum hesta ásamt nafni forráðamanns, símanúmeri og tölvupósti.