Fréttasafn

Image
Hrekkjavöku mánuðurinn október

Október mánuðurinn snérist að miklu leyti að hrekkjavökutengdum hlutum í Klettinum en einnig var margt fleira í boði. Það var meðal annars föndrað, bakað, farið í bingó og horft á bíómynd þar sem hrekkjavöku þemað var haft að leiðarljósi. Einnig skreyttum við svæðið okkar og mikil stemmning myndaðist í kringum það. Kletturinn gerði verkefni um Pakkhúsið þar sem fjallað var um söguna, fyrri starfsemi og starfsfólk. Það var svo tengt við draugagang og annað hræðilegt. Mikil þátttaka var í verkefninu og höfðu bæði börn og starfsmenn gaman af. Þetta var mjög skemmtilegur mánuður hjá okkur og alltaf gaman að brjóta upp daglega starfið 😊