Fréttasafn

Image
Fréttabréf

Klúbbastarf

Klúbbastarf sem hefur verið í gangi hjá okkur síðustu vikur eru hobbit klúbbur og hlaðvarpsklúbbur.
Í hobbit klúbbi koma þau nokkur saman og horfa á hobbit kvikmyndirnar og ætla svo að gera verkefni út frá þeim þegar búið er að horfa á myndirnar.
Ásamt því erum við með hlaðvarpsklúbb þar sem þátttakendur koma saman niðri í stúdíó herbergi sem við erum með og er umræðuefni á dagskrá. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá þau taka þátt í umræðuefnum og koma sínum skoðunum á framfæri. Lagt er upp með að allir fái tækifæri á að koma með hugmyndir og skoðanir.

Framundan


Framundan er vettfangsferð hjá starfsmönnum frístundaklúbba og félagsmiðstöð Árborgar. Ferðinni er heitið til Stokkhólmar í Svíþjóð þar sem við erum að fara kynna okkur starfsemi annarra félagsmiðstöðva og frístundaklúbba. Áhersla er lögð á einstaklinga með sérþarfir sem þurfa á stuðningi og þjónustu að halda. Því verður lokað 24. til 26. apríl. Sumardagurinn fyrsti er 25. apríl og því einnig lokað þá.

Nýjungar


Starfsemin hjá okkur hefur gengið vel. Við keyptum nýtt félagsfærni spil með því markmiði að skapa umræður, æfa sig að spyrja aðra spurningar og koma skoðunum sínum á framfæri. Spilið hefur verið notað daglega síðan og skapað miklar og góðar umræður milli þátttakenda.