Fréttasafn

Image
Febrúar fréttabréf 2024
Helstu fréttir í febrúar í Eldheimum

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 3.-4. bekk

Nú er komið að fréttabréfi Eldheima fyrir febrúarmánuð

Lengd viðvera 1. - 2. febrúar

Febrúarmánuður hófst á lengdri viðveru dagana 1. og 2. febrúar. Þá daga var farið í skemmtilega leiki og borðaður góður matur.

Regnbogavika Árborgar

Regnbogavika Árborgar, sem stendur yfir núna síðustu vikuna í mánuðinum,fór mjög vel fram. Við hengdum upp fallega regnboga fánann og krakkarnir eru búnir að fá að skreyta gluggana sem og rýmin sem við höfum með regnbogalituðum myndum sem þau hafa litað. Þeir krakkar sem vildu gátu teiknað sjálfsmynd og litað regnboga á pappa diska og svo gerðum við flott veggskraut úr því.

Starfsdagur 20. febrúar

Starfsmenn Bifrastar tóku þátt í starfsdegi þann 20. febrúar þar sem þeir fengu góða fræðslu og sátu fyrirlestrana "Verum góð" með Margréti Sigurðardóttur og "Verkfærakistan" sem Þeadóra unglinga- og ungmennaráðgjafi hélt.

Öskudagur og Bolludagur

Á bolludaginn fengu krakkarnir bollur í kaffitímanum og á öskudaginn voru margar kynjaverur á sveimi. Frístundaheimilin Bifröst og Eldheimar voru með stöðvar fyrir kaffitíma þar sem krakkarnir gátu sungið fyrir nammi bæði inni í Bifröst og Eldheimum. Eftir kaffi fengu krakkarnir að leika frjálst í báðum húsnæðum þar sem voru mismunandi stöðvar. Þar má nefna t.d. just dance, föndurstöð og fleiri minni stöðvar sem krakkarnir máttu flakka á milli. Það má með sanni segja að dagurinn lukkaðist ótrúlega vel.

Framundan í næsta mánuði

Við minnum á páskafríið og lengda viðveru í mars

Ath. Opnað hefur verið fyrir skráningu og tölvupóstur var sendur út til að láta vita af því.

25. mars Lengd viðvera

26. mars Lengd viðvera

27. mars Lengd viðvera

28. mars lokað í frístund/ páskafrí

29. mars lokað í frístund/ páskafrí

VIð erum núna byrjuð að nýta hreyfirými frístundaheimilisins Bifrastar sem eru nágrannar okkar og byrjuð með Origami smiðju sem verður haldin vikulega.

Þá erum við líka byrjuð með tækja- og tækniklúbb þar sem börn fá tækifæri til að taka raftæki í sundur og (ef vel gengur) setja þau aftur saman undir vökulu auga starfsmanns sem sér um klúbbinn.

Annars er gaman að segja frá því að Hjörtur Leó Guðjónsson hefur tekið til starfa í Eldheimum í stöðu sérfræðings/staðgengils forstöðumanns, og teljum við það frábæra viðbót við æðislega starfsmannahópinn okkar :)

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur er ykkur velkomið að hafa samband í síma 480-5847 eða í netfangið eldheimar@arborg.is

Bestu Kveðjur,

Starfsfólk Eldheima