Sumarfrístund Árborgar

Sumarfrístund hefst 10.júní og verður til 12 júlí. Starfsemin fer fram á hverju frístundaheimili fyrir sig eins og í vetrarfrístund

Sumarfrístund lokar í 4 vikur í sumar dagana 13. júlí til 12. ágúst,

Eftir sumarfrí hefst starfsemi okkar aftur þann 12. ágúst og stendur til 21. ágúst.

Sumarfrístund verður opin frá 9:00-16:15 mánudaga til fimmtudaga og hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl. 8:00 - 9:00.

Á föstudögum lokar sumarfrístund kl. 14:00 vegna styttingu vinnuvikunnar og starfsmannafunda.

Fyrirkomulagið er þannig að einstaklingur skráir sig fyrir hverja viku. Það er einungis hægt að skrá á 5 daga námskeið með vistun allan daginn, eða 4 daga námskeið með vistun allan daginn í þeim vikum sem lögbundnir frídagar falla á.

Skráning á námskeið lokar fimmtudag á hádegi vikunni fyrir námskeið.

7 daga námskeið - 18.000kr -

5 daga námskeið - 14.000kr –

4 daga námskeið - 12.000kr -

Viðbótarstund - 2.700kr –

Sótt er um í gegnum Völu á https://sumar.vala.is/#/login

Upplýsingar
Aldur:
6 - 7 ára
8 - 9 ára
Staður:
Eyrarbakki
Selfoss
Stokkseyri