Félagshesthús Sleipnirs og Katrínar

Félagshesthús Sleipnis og Katrínar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Sleipnirs fyrir tímabilið 23. sept-13.des 2024

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 11. til 16. ári á starfsárinu 2024 sem eiga ekki hest en vilja komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu.

Lögð er áhersla á að nemendur læra grunnin á hestamennsku og fá kennslu frá menntaðum reiðkennara í hverjum tíma.
Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa ekki aðgang að hesti og búnaði. Á námskeiðinu fá nemendur m.a. tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar miða að því að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum í gerði/reiðhöll og/eða reiðtúrum. Hópaskipan verður getu skipt eftir fremsta megni.

Traustir og góðar hestar ásamt reiðtygjum eru i félagshesthusinu. Nemendur þurfa að mæta með sinn eigin reiðhjálm.

Reiðkennarinn er Katrín Eva Grétarsdóttir menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum
Timarnir eru frá 15:45-17:45 tvisvar i viku
Mánudagar og miðvikudagar
Þriðjudagar og fimmtudagar

Þátttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið. Tímabilið kostar 120.000 kr. Hægt er að nota frístundaávísun sem hluta greiðslu.

Skráning er í gengum tölvupóst katrinevagretars@gmail.com og þarf að koma fram nafn, aldur og reynsla nemandi í kringum hross.

Ef einhverjar spurningar vakna má einnig senda tölvupóst á
katrinevagretars@gmail.com

Upplýsingar
Aldur:
10 - 11 ára
12 - 13 ára
14 - 15 ára
16 - 18 ára
Staður:
Selfoss
Sími: 899 3825