Fréttasafn

Image
Fréttabréf maí 2024
Fréttir úr starfi í maí 2024.

Nú fer skólaárinu fljótt að ljúka og viljum við þakka börnunum, ásamt foreldrum/forráðamönnum fyrir ánægjulega samveru og gott samstarf. Við erum full tilhlökkunar fyrir sumarstarfinu og vonumst til að sjá sem flest börn þar.

Lengd viðvera

Þann 6. júní næstkomandi verður lengd viðvera hjá okkur hér í Bjarkarbóli. Þá er opið frá kl. 8:00-16:15. Eins og vanalega þarf að skrá börnin á þessa daga inni á Völunni og gott er að gera það tímalega þar sem skráning lokar þriðjudaginn 4. júní kl. 12.

Starfsdagur

Þann 7. júní er lokað hjá okkur vegna starfsdags. Sumarstarfið hefst síðan mánudaginn 10. júní.

Blær

Við fórum af stað með Vináttuverkefni Barnaheilla þar sem bangsinn Blær kenndi okkur um vináttu og einelti. Börnin voru mjög spennt fyrir þessu og við stefnum á að halda áfram með Blæ í haust.

Hópefli

Við vorum dugleg að nýta hreyfisalinn okkar í skemmtilega leiki og hópefli. Við fórum til dæmis í flækjuleikinn, "hvað er klukkan gamli úlfur?" og "hver er undir teppinu?".

Listasmiðjan

Eins og vanalega var mikið um að vera í Listasmiðjunni okkar. Þar unnu börnin meðal annars saman að þessu glæsilega listaverki.

Útivera

Við fengum nokkra góða sólardaga og þeir voru vel nýttir í útiveru. Börnin eru mjög dugleg að kríta, sippa, fara í snú snú, ýmis boltaleiki og leika sér í kastalanum okkar.

- Sumarkveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls