Fréttasafn

Image
Sumarfrístund í Bjarkarbóli
Nú styttist í sumrið og gott er að fara að huga að því að skrá börnin í sumarfrístund.

Nú styttist í sumrið og við hér í Bjarkarbóli viljum minna á sumarfrístundina. Hér fyrir ofan má sjá hvernig vikurnar eru settar upp hjá okkur.

Sumarfrístund hefst 10. júní og verður til og með 12. júlí. Við lokum svo í 4 vikur og hefjum starfsemi aftur þann 12. ágúst.

Athugið að aðlögunarvikan 12-21. ágúst er aðeins fyrir börn fædd 2018. Börn fædd 2016 og 2017 þarf að skrá í leikjaviku í safnfrístundinni Eldheimum.

Fyrirkomulagið

Sumarfrístund verður opin frá kl. 9:00-16:15 mánudaga til fimmtudaga en hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl. 8:00 - 9:00.

Á föstudögum lokar sumarfrístund kl. 14:00 vegna styttingu vinnuvikunnar og starfsmannafunda.

Börnin þurfa að hafa 3 nesti meðferðis fyrir daginn.

Í sumarfrístund er ekki tekið tillit til æfingartíma annarra tómstunda/námskeiða.

Fyrirkomulagið er þannig að foreldri/forráðamaður skráir barnið á hverja viku fyrir sig. Það er einungis hægt að skrá á 5 daga námskeið með vistun allan daginn, eða 4 daga námskeið með vistun allan daginn í þeim vikum sem lögbundnir frídagar falla á.

Skráning á námskeið lokar fimmtudag á hádegi vikunni fyrir námskeið.

7 daga námskeið - 18.000kr -

5 daga námskeið - 14.000kr –

4 daga námskeið - 12.000kr -

Viðbótarstund - 2.700kr –

Sótt er um í gegnum Völu á https://sumar.vala.is/#/login

Vonumst til að sjá sem flest börn í sumar,

- Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls