Fréttasafn

Image
Fréttabréf apríl 2024
Fréttir úr starfi í apríl 2024.

Listasmiðjan 

Listasmiðjan okkar er opin þrisvar sinnum í viku og þar eru alltaf ýmis skemmtileg verkefni í boði. Það vinsælasta þennan mánuðinn var brúðugerð. Þá útbjuggu börnin brúður og settu upp glæsilegar brúðuleiksýningar fyrir okkur.  

Útivera

Það hefur verið mikið um útiveru þennan mánuð og oft eru öll börnin úti ásamt öllu starfsfólkinu. Viljum við því minna á að hægt er að hringja í síma 848-8620 ef þið fáið ekki svar hjá 1 & 2 bekk.

Umsóknir fyrir næsta skólaár 

Búið er að opna fyrir umsóknir í frístund fyrir skólaárið 2024-2025. Umsóknir eru framkvæmdar inni á vala.is. Athugið að vistun flyst ekki á milli ára og því þarf að sækja um að nýju ef þið ætlið ykkur að nýta frístund á næsta skólaári. 

Við bendum ykkur á að börn sem eru að fara í 3. og 4. bekk sækja um í safnfrístundinni Eldheimum. 

Síðasti dagur vetrarfrístundar þessa skólaárs verður 6. júní n.k. sem er dagur skólaslita. Þar eftir detta allir þátttakendur út af lista. 

Sumarfrístund 

Sumarfrístund hefst þann 10. júní og verður til 12. júlí. Starfsemin okkar fer fram hér í Bjarkarbóli. Sumarfrístund lokar í 4 vikur, dagana 15. júlí til og með 9. ágúst

Eftir sumarlokun hefst starfsemi okkar aftur þann 12. ágúst og stendur til 21. ágúst en þá verðum við í Eldheimum, Tryggvagötu 23a.  

Sumarfrístund verður opin frá kl. 9:00-16:15 mánudaga til fimmtudaga og hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl. 8:00 - 9:00. Á föstudögum lokar sumarfrístund kl. 14:00 vegna styttingu vinnuvikunnar og starfsmannafunda.   

Fyrirkomulagið er þannig að þátttakandi er skráður viku í senn og einungis er hægt að velja vistun allan daginn en ekki hálfan. 

Skráning á námskeið lokar á hádegi á fimmtudegi í vikunni áður en námskeið hefst.     

Skráning er hafin í gegnum Völu á https://sumar.vala.is/#/login    

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls