Search
Föstudaginn 27. september verður frístundaheimilið lokað vegna starfsdags. Starfið heldur svo áfram sinn vanagang mánudaginn 30. september.
Hér er frístundadagatalið okkar þar sem hægt er að sjá þá daga sem er lokað hjá okkur og þá daga sem við bjóðum upp á lengda viðveru.
-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls
Alla fimmtudaga eru hinsegin opnanir ungmenni 16 ára og eldri ásmat 8.-10.bekk í samstarfi við Zelsíuz. Markmiðið með hinseigin opnunum er að ná til unglinga og ungmenna sem tilheyra hinsegin samfélaginu, eru í hinsegin pælingum eða styðja við hinsegin samfélagið. Þau sem að mæta á opnanirnar ráða sjálf hvað er á dagskrá. Hinsegin opnanirnar eru í Valhöll, Tryggvagötu 23a, við hliðina á Sundlauginni.
Opnunartímar
Fimmtudagar kl 19:30-21:30
Dagskrá September
Í Pakkhúsinu er klúbbastarf fyrir 16-25 ára ungmenni
Hægt er að sækja um í DogD hóp hér
D&D klúbbur
Hlutverkaspilið Dungeons and Dragons er spilað í 6-7 manna hópum sem að starfsmaður leiðir söguna.
Mánudagar: 19-21Fimmtudagar: 17-20Föstudagar: 17-20Laugardagar: 14-17Sunnudagar 14-17 og 18-21
Starfið er opið fyrir ungmenni 16-25 ára
Opnunartímar
Miðvikudagar kl 20:00-23:00Föstudagar kl 17:00-20:00 - tölvuleikjahittingar
Dagskrá janúar
Ungmennahúsið tekur þátt í fjölda ungmennaskipta og annara alþjóðlegra verkefna.
Dragon Legion
Erasmus+ aðild
Hér fyrir ofan má sjá frístundadagatalið okkar fyrir skólaárið 2024-2025. Dagatalið tekur mið af dagatölum og skipulagi skólanna þriggja á Selfossi, en þó ert mikilvægt að minna á að dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar. Einnig ættu foreldrar að geta séð skipulag vetrarins í foreldrahandbókum sem dreift var út í heimsóknum þeirra fyrr í vetur.
September mánuður var afar skemmtilegur og lærdómsríkur hér í Bjarkarbóli. Nú er starfið okkar komið á gott ról og munum við fara að setja meiri kraft í smiðjur og annað hópastarf.
Starfið okkar
Hefðbundið starf hjá okkur hefst kl 13:10 þegar skóla lýkur. Dagarnir geta verið mjög fjölbreyttir en við förum út 1-2x á dag á meðan veður leyfir og minnum við því á mikilvægi þess að börnin séu klædd eftir veðri og með aukaföt í töskunni.
Í kaffitímanum erum við með hlaðborð og reynum við að hafa fjölbreytileika yfir vikuna. Við bjóðum til dæmis upp á brauð,…
Helgina 4.-6. október fór fram Landsmót Samfés sem haldið er árlega á haustin og var haldið í fyrsta sinn á Blöndósi árið 1990. Nokkrir fulltrúar Z-ráðsins auk starfsmanns fóru á landsmótið sem var haldið á Akranesi í Grundaskóla að þessu sinni.
Dagskrá Landsmóts Samfés er þríþætt. Unnið er í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. …
Forvarnardagurinn var haldinn um land allt miðvikudaginn 2. október og að venju stóð forvarnarhópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá á þessum degi. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Landlæknisembættið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta.
Öllum ungmennum í 9. bekk í Árborg var boðið uppá sameiginlega dagskrá sem var unninn í samstarfi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES), Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz.
Dagskráin hófst á…