Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu 2024

Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu 2024
Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu verður haldinn í Vallartröð 6 á Selfossi í sumar.
Í ár eru í boði 3 mismunandi námskeið, með því fyrirkomulagi náum við að sinna og kynnast hverjum og einum nemanda sem best. Ávallt er menntaður reiðkennari með hópnum hverju sinni ásamt aðstoðarfólki. Reiðkennarinn er Katrín Eva og er hún menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Börnin læra grunnatriði í hestamennsku. Stuðst verður við leiki og gleði til að bæta samhæfingu, ásetu og færni hjá hverjum og einum.
Farið er daglega á hestbak í formi reiðtúra, reiðkennslu í reiðgerði eða reiðhöll ásamt fræðslu um hestinn. Innifalið í verði er aðgangur að traustum og góðum hesti, reiðtygjum og hjálmi.
Skráning er hafin á reidskoli@sleipnir.is og lýkur 1 júní. Koma þarf fram nafn og aldur barns, einnig e-mail, kennitala og símanúmer greiðanda.
Vinsamlegast tiltakið við skráningu ef það er eitthvað sem umsjónarmaður þarf að vera meðvitaður um hvað varðar heilsu eða getu viðkomandi barns.

Námskeiðin þrjú eru eftirfarandi

1.Almennt námskeið fyrir aldurshópinn 6-9 ára
Verð: 15.000kr
2. Almennt námskeið 9 ára og eldri
Verð: 18.500kr
3. Fjörnámskeið 10 ára og eldri. Er fyrir þá sem eru mikið vanir og hafa farið á 5 eða fleiri námskeið áður.
Verð: 28.000

Námskeið sumar 2024:
Vika 1 10-14 júní
6-9 ára 09:00-10:00
9 og eldri 10:15-11:45

Vika 2 17-21 júní
6-9 ára 09:00-10:00
9 og eldri 10:15-11:45

Vika 3 24-28 júní
Fjörnámskeið 09:00-12:00

Vika 4 15 - 19 júlí
6-9ára 13:00-14:00
9 og eldri 14:15-15:45

Vika 5 22- 26 júlí
Fjörnámskeið 09:00-12:00

Upplýsingar
Aldur:
6 - 7 ára
8 - 9 ára
10 - 11 ára
12 - 13 ára
14 - 15 ára
Útivist og samvera
Staður:
Selfoss
Sími: 899 3825