Starfsdagur 24. mars
Það verður lokað hjá okkur mánudaginn 24. mars vegna starfsdags.
Bókagerð
Nú erum við með sjálfboðaliða frá Þýskalandi hjá okkur sem hefur verið með bókagerð í boði fyrir börnin. Hún byrjaði að búa til bók með 2. bekk en hún heitir "Dagur í sjónum" og fjallar um Aron kafara sem lendir í ýmsum ævintýrum í sjónum. Bókin er samin og myndskreytt af krökkunum í 2. bekk og nú ættu þau öll að hafa fengið eintak með sér heim.



Nú er hún byrjuð að semja smásögur með 1. bekk og verður gaman að sýna ykkur lokaútkomuna í næsta fréttabréfi.
Klúbbastarf
Í febrúar fórum við af stað með skemmtilegt klúbbastarf. Klúbbastarf er skipulagt starf þar sem lögð er áhersla á áhugasvið barnanna. Við fengum ýmsar frábærar hugmyndir frá krökkunum um hvað þau vildu gera og við munum koma til með að nýta þær í áframhaldandi klúbbastarf.
Við byrjuðum með fótboltaklúbb 2x í viku þar sem krakkarnir fóru út í fótbolta, skoðuðu fótboltaspjöld og lituðu fótboltamyndir.

Hinsegin vika Árborgar
Hinsegin vika Árborgar var haldin hátíðleg í fjórða sinn vikuna 24. febrúar til 28. febrúar og er markmið vikunnar að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Þessa vikuna föndruðum við regnboga, bjuggum til armbönd og perluðum alls konar í regnbogans litum.
Miðvikudaginn 26. febrúar var litríkur dagur hjá okkur þar sem við klæddumst fötum í regnbogans litum og fögnuðum fjölbreytileikanum.
Við enduðum svo vikuna á því að fara í Partí Bingó með krökkunum þar sem við spiluðum skemmtilega tónlist og vorum með límmiða í vinning.

-Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls