Fréttasafn

Image
USSS - Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi
Hljómsveitin Dýrð keppti fyrir hönd Zelsíuz á USSS

USSS (undankeppni söngkepnni Samfés á Suðurlandi) var haldin síðastliðinn föstudag í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Alls voru níu félagsmiðstöðvar frá Suðurlandi sem tóku þátt í söngkepninni og kepptu fulltrúar félagsmiðstöðva um þrjú sæti í úrslitakeppni Samfés sem fer fram í maí.

Félagsmiðstöin Zelsíuz lét sig ekki vanta og voru 65 ungmenni ásamt 5 starfsmönnum sem mættu.

Það var hljómsveitin Dýrð sem keppti fyrir hönd Zelsíuz þetta árið. Hildur Hermannsdóttur söng og spilaði á kassagítar, Fannar Þór á hljómborði, Björgvin Svan og Hrafnar Jökull á rafmagsgítar og söng, Jökull Smári á trommum ásamt Ragnari Má á bassa. Þau tóku lagið This Is My Life með Gasolin og stóðu sig með prýði!

Við óskum þeim félagsmiðstöðum sem komust áfram innilega til hamingju!

Að lokinni keppni hélt Yung Rybbi, VÆB og DJ Emmi uppi stuðinu á balli. Ungmennin okkar voru öll til fyrirmyndar og skemmtu sér vel!