Fréttasafn

Image
Fréttabréf Bifrastar apríl/maí 2022
Fréttir úr starfií apríl og maí mánuði

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk

Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí!

Það virðist sem apríl mánuður hafi hlaupið frá okkur á milli páskafría og lengdrar viðveru en börnin nutu sín svo sannarlega í Dymbilviku þar sem ýmislegt var brallað.

Veðrið aldeilis leikur við okkur þessa dagana og börn jafnt sem starfsmenn njóta þess að vera utandyra ásamt því að föndra margvísleg listaverk innandyra.

Nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri:

  • - Það er lokað hjá okkur í Bifröst 6.júní, en þá er annar í Hvítasunnu.
  • -Þann 7.júní á hádegi lýkur skráningu í lengda viðveru sem verður 9.júní og er einnig seinasti dagur frístundar fyrir sumarfrí.
  • 10.júní er síðan lokað, en þá er er starfsdagur fyrir sumarfrístund sem hefst þann 13.júní.

Við viljum þakka kærlega fyrir skólaárið sem er að klárast og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og við vonumst til að sjá sem flesta hressa krakka í sumarfrístundinni.

Sumarfrístund hefst mánudaginn 13.júní og ef barn er skráð á námskeið fyrir 1.júní fæst 20% afsláttur af hverju námskeiði.

Ég ætla ég að leyfa mér að láta upplýsingar þeim tengdum fylgja með í þessu fréttabréfi ásamt nokkrum myndum úr starfinu hjá okkur seinustu vikur.

Sumarkveðjur

Starfsfólk Bifrastar