
Skráning er hafin í handboltaskólann fyrir 2-4 ára sem hefst föstudaginn 3. Október. Við ætlum að prófa nýja tímasetningu í haust þar sem flestir ljúka leikskóla snemma á föstudögum og byrja kl 14.45 á föstudögum í Set Höllinni.
Katla Björg Ómarsdóttir stýrir námskeiðinu og er áherslan fyrst og fremst á leik, gleði og samveru barns og foreldris í íþróttahúsinu, en gert er ráð fyrir því að foreldri fylgi barninu í gegnum tímann.
Skráning er opin á www.abler.io/shop/umfs/handbolti