Fréttasafn

Image
Fréttabréf febrúr 2022
Fréttir frá febrúarmánuði 2022

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn

Febrúar mánuður var því miður mikið litaður af veikindum barna og starfsmanna en þrátt fyrir það var þetta æðislegur mánuður þar sem margt skemmtilegt var gert.

Nokkrir nýjir krakkar bættust í hópinn og þeim var tekið ótrúlega vel af frábæra litla fólkinu ykkar :)

Það var margt brallað, bakað, föndrað og leikið eins og meðfylgjandi myndir sína.

Þann 22.febrúar var starfsdagur Árborgar og þar komu saman strafsmenn allra frístundaheimila, félagsmiðstöðva og ungmennahúss hér í Árborg og ákveðin voru gildi sem verða einkunnarorð vettvangs frítímans í Árborg og eru eftirfarandi

FJÖLBREYTILEIKI- TRAUST- SAMVINNA - GLEÐI

Núna er stefnan að vinna með þessi gildi áfram í öllu okkar starfi.

Á bolludag fengu krakkarnir að sjálfsögðu að gæða sér á bollum og á öskudag mátti sjá alls konar furðuverur fylla Bifröstina okkar.

Starfsmenn tóku að sjálfsögðu þátt og héldu búningakeppni þar sem frk. Shrek bar sigur úr býtum!

Settar voru upp stöðvar þar sem börnin gátu sungið fyrir smá góðgæti og síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni.

Það gleður okkur mikið að segja að við erum formlega farin af stað með klúbbastarf og hringekjur og margt spennandi framundan sem við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur.

Vonandi gleðja þessar myndir ykkur og börnin :)

Kærar kveðjur

Starfsfólk Bifrastar