Fréttasafn

Image
Sumarsmiðjur Zelsíuz 2024
Skráning er hafin í sumarsmiðjur Zelsíuz.

Félagsmiðstöðin Zelsíuz stendur fyrir sumarsmiðjum fyrir börn fædd 2011-2013 (5.-7. bekkur). Sumarsmiðjurnar hefjast mánudaginn 10. júní og eru til 12. júlí í húsnæði Sunnulækjarskóla.

Boðið verður uppá fjölbreyttar smiðjur eins og föndursmiðjur, matreiðslugerð, ævintýraferðir, ýmsar leikjasmiðjur og margt fleira.

Fyrirkomulag smiðjanna er eftirfarandi: • 9:00-12:00 smiðja 1 • 12:00-13:00 hádegishlé • 13:00-16:00 smiðja 2

Þátttakendur geta skráð sig í staka smiðju, heilan dag eða í heila viku. • Verð fyrir staka smiðju er 1500 kr. • Verð fyrir ferð er 3000 kr. • Verð fyrir heila viku er 11.000 kr.

Skráning fer fram á https://sumar.vala.is/#/login. Fjöldatakmarkanir eru í hverja smiðju svo um að gera að skrá sig sem fyrst! Skráning í smiðjurnar lýkur á miðnætti fimmtudags í vikunni á undan þeirri viku sem smiðjan fer fram.

Afskráning: Mikilvægt er að afskrá sem fyrst svo hægt sé að taka inn af biðlista. Afskráning lokar kl. 9:00 degi fyrir smiðju. Ef afskráning berst ekki fyrir þann tíma verður tekið gjald fyrir smiðjuna. Afskráning fer fram á https://sumar.vala.is/#/login, í síma 830-0852 eða í gegnum tölvupóst rebekkald@arborg.is

Fyrir frekari upplýsingar um sumarsmiðjurnar er hægt að hafa samband við umsjónaraðila: Rebekka Lind Daníelsdóttir Tölvupóstfang: rebekkald@arborg.is Sími: 830-0852