Fréttasafn

Fréttabréf desember 2023
Það helsta sem við höfum brallað í desember

Okkur í Eldheimum langaði að þakka kærlega fyrir seinustu mánuði. Við erum bara rúmlega þriggja mánaða frístundaheimili en finnst starfið okkar ganga vonum framar og erum mjög þakklát fyrir alla þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á meðan við byggjum upp frábæra starfsemi.

Þetta er vissulega ævintýri að sameina 3 skóla undir einu þaki og mun aldeilis vera langhlaup en ekki spretthlaup að pússa okkur öll saman.

Desember mánuður fór að miklu leyti í að skreyta og njóta saman.

Í desember mánuði vorum við líka með Góðgerðardag með nágrönnum okkar í Kotinu þar sem foreldrar og forráðamenn kíktu í heimsókn og skoðuðu starfsemina hjá okkur, ásamt því að gæða ykkur á kakó, kaffi og piparkökum.

Nú á nýju ári fara klúbbar og smiðjur á fulla ferð hjá okkur og sá fyrsti er þegar byrjaður en það er Pokemon klúbbur sem er búið að biðja um frá því við opnuðum.

Við vonumst til þess að strax í næstu viku getum við síðan byrjað með brjóstsykursgerð og fleiri klúbba og smiðjur sem krakkarnir óska eftir.

Frístundaheimilið Eldheimar byggir starfsemina sína að mestu leyti á barnalýðræði, þannig þau hafa úrslitavald um hvað það er sem við munum gera í frístund þannig við hlökkum til að sjá hvað kemur úr hugmyndakassa og atkvæðakosningum í næstu viku :)

Stefnum á spennandi starf árið 2024 með flottri dagskrá fyrir krakkana og höldum spennt áfram með Barnabókahetjuverkefnið nú fram á vor- Getum ekki beðið eftir uppskeruhátíð á Vor í Árborg!

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur er ykkur velkomið að senda tölvupóst á eldheimar@arborg.is eða hringja í síma 480-5865/480-5847

Nýárs kveðjur

Starfsfólk Eldheima