Fréttasafn

Image
Klúbbastarf í Klettinum og Kópnum

Frístundaklúbbarnir Kletturinn og Kópurinn sem deila húsnæði hafa verið í samstarfi undanfarnar vikur og haldið uppi Super Smash bros klúbb fyrir þátttakendur. Klúbburinn er á dagskrá einu sinni í viku og er stjórnað af þátttakanda í Kópnum. Með því að gefa þátttakendum ábyrgð og hlutverk er stuðlað að sjálfstæði og valdeflingu sem eru lykilmarkmið starfsins. Það hefur verið góð þátttaka í klúbbnum og mikil stemning skapast í kringum hann.