Fréttasafn

Image
Fréttabréf janúar 2025
Fréttir úr starfi í janúar 2025.

Daglegt starf og smiðjur

Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.  

Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.  

HM smiðja

Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir leikir Íslendinga á frístundartíma en við gerðum gott úr því og horfðum á leik Spánar og Portúgals. Krakkarnir völdu sér lið og föndruðu fána til að hvetja sitt lið áfram.

Vetrarfrí

Við minnum á að það er lokað hjá okkur í vetrarfríinu 17 og 18 febrúar.  

Óskilamunir

Nú hafa mikið af óskilamunum safnast saman hjá okkur og við biðjum ykkur því um að kíkja á þá við tækifæri.  

- Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls