Sumarnámskeið knattspyrnudeildar

Sumarnámskeið - spyrnur, spil og tækniþjálfun (2016 - 2018)
10. júní - 22. júní

Frábært námskeið þar sem farið er yfir allar grunnundirstöður fótboltans á skemmtilegan hátt og í leikjaformi.
Á loka degi námskeiðsins munum við svo halda stigakeppni og verðum með pylsuveislu fyrir alla.

Mikilvægt er að iðkendur taki með sér nesti og klæði sig eftir veðri.
Námskeiðið er frá 09:00 - 11:00 virka daga.
Verð 16.500 kr

Tækninámskeið (2014 - 2015)
10. júní - 22. júní

Frábært námskeið þar sem markmiðið er að bæta tækni í sendingum, skotum, spyrnum og knattraki með skemmtilegum leikjum og tækniæfingum.
Námskeiðin eru brotin upp á skemmtilegan hátt. Á lokadegi námskeiðsins verðum við með stigakeppni og pylsuveislu fyrir alla.

Mikilvægt er að iðkendur taki með sér nesti og klæði sig eftir veðri.
Námskeiðið er frá 09:00 - 11:00 virka daga.
Verð 16.500 kr

Afreksnámskeið (2012 - 2013)
18. júní - 21. júní

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja aukaæfingu. Góðir gestaþjálfarar koma alla daga og áhersla er lögð á hraða, snerpu og áreiti í tækniþjálfun.

Meðal þjálfara á námskeiðinu eru : Snerpa Coaching.is - Ingi Rafn aðstoðarþjálfari mfl karla, Björn Sigurbjörnsson þjálfari mfl kvenna, Bára Sif Íþróttafræðinemi - Hana My leikmaður mfl kvenna, Gunnar Borgþórsson Yfirþjálfari ásamt öðrum.

Mikilvægt er að iðkendur taki með sér nesti og klæði sig eftir veðri.
Námskeiðið er frá 09:00 - 11:00 virka daga.
Verð 12.500 kr

Krílanámskeið 1 (2018 - 2019)
08. júlí - 12. júlí

Stutt og skemmtilegt námskeið fyrir börn á leikskólaaldri.
Æfingar hefjast kl 09:00 virka daga og standa yfir til klukkan 10:30

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið þar sem markmiðið er að kynna íþróttina fyrir krökkunum í leikjaformi, brjóta dagana upp með skemmtilegum leikjum og óvissferðum.
Mikilvægt er að iðkendur taki með sér nesti og klæði sig eftir veðri.
Áhersla er lögð á hreyfifærni, félagsþroska, samvinnu og útivist.

Allir þátttakendur fá æfingabol á námskeiðinu merkta Selfoss

Verð 12.500 kr

Upplýsingar
Aldur:
0 - 5 ára
6 - 7 ára
8 - 9 ára
10 - 11 ára
Staður:
Selfoss